Eldvarnabandalagið

Samstarf um auknar eldvarnir

Eldvarnabandalagið var stofnað sumarið 2010 sem samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir.

Fyrsta verkefni Eldvarnabandalagsins var að útbúa ítarlegt, vandað og samræmt fræðsluefni um eldvarnir heimilisins. Haustið 2010 gaf Eldvarnabandalagið út handbók um eldvarnir heimilisins og sendi bréf inn á hvert heimili í landinu þar sem minnt var á helstu atriði eldvarna. Handbók um eldvarnir heimilisins má nálgast hér á vefnum.

Eldvarnabandalagið hefur einnig gefið út efni fyrir fyrirtæki og stofnanir um eigið eldvarnaeftirlit. Það má einnig nálgast hér á vefnum.

Aðild að EB eiga:
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands
Félag slökkviliðsstjóra
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
TM hf.
Vátryggingafélag Íslands hf.
Vörður tryggingar hf.

Ársfundur EB er haldinn eigi síðar en í mars ár hvert. Á milli ársfunda fjallar stjórn, skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila, um verkefni bandalagsins. Formaður er Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands. Varaformaður er Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra. Framkvæmdastjóri er Garðar H. Guðjónsson, gaji (hjá) mmedia.is.