Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit

Eldvarnabandalagið hefur gefið út efni sem auðveldar forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana að koma á eigin eftirliti. Fjallað er um tíu helstu þætti eigin eldvarnaeftirlits. Eldvarnabandalagið hefur einnig gefið út veggspjald með upplýsingum um eldvarnir á vinnustaðnum. Hafa má samband við viðkomandi slökkvilið eða tryggingafélag til að fá prentaða útgáfu leiðbeininga og veggspjalds.