Ríkar ástæður til eigin eldvarnaeftirlits
Með eigin eftirliti er átt við reglubundið eldvarnaeftirlit fyrirtækja og stofnana á eigin vegum og fyrir eigið fé. Vandað eigið eftirlit stuðlar að auknum skilningi eigenda og starfsfólks á mikilvægi eldvarna. Það getur dregið verulega úr hættu á að eldur komi upp. Komi eldur upp engu að síður eru miklar líkur á að ráða megi niðurlögum hans fljótt og draga úr tjóni hafi rétt verið staðið að eldvörnum og fyrstu viðbrögðum.
Eigið eftirlit með eldvörnum er sjálfsagður liður í rekstri og gæða- og öryggismálum fyrirtækja og stofnana. Fyrir því eru ríkar ástæður:
- Eldvarnir draga verulega úr líkum á að eldur og reykur valdi tjóni á rekstri og eignum.
- Eldvarnir draga úr líkum á að eldur og reykur skaði starfsfólk, viðskiptavini og skjólstæðinga.
- Miklum fjármunum er varið til eldvarna í byggingum. Til að tryggja virkni þeirra og nýtingu fjárfestingarinnar þarf reglulegt eftirlit og viðhald.
- Síðast en ekki síst kveður reglugerð á um skyldu til eigin eftirlits með eldvörnum.
- Nánari kynning á eigin eldvarnaeftirliti