Samstarfsaðilar Eldvarnabandalagsins um eigið eldvarnaeftirlit

Í samningum um samstarf við Eldvarnabandalagið um innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst eftirfarandi:

 • Að innleiða mánaðarlegt og árlegt eldvarnaeftirlit samkvæmt gátlistum og öðrum gögnum Eldvarnabandalagsins.
 • Að útnefna og þjálfa eldvarnafulltrúa samkvæmt gögnum Eldvarnabandalagsins.
 • Að veita starfsfólki fræðslu um eldvarnir á heimilum og vinnustað samkvæmt gögnum Eldvarnabandalagsins.
 • Að setja sér eldvarnastefnu að fyrirmynd Eldvarnabandalagsins.
 • Að innleiða verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um logavinnu.
 • Eldvarnabandalagið lætur allt fræðsluefni og önnur tilskilin gögn í té án endurgjalds.
 • Slökkvilið hafa annast fræðslu fyrir eldvarnafulltrúa og starfsfólk án endurgjalds og verið innan handar við innleiðingu.
 • Að tólf mánuðum liðnum gera aðilar sameiginlega greinargerð og árangursmat.

Eftirfarandi aðilar hafa gert slíka samninga frá árinu 2015:

 • Akraneskaupstaður – þróunarverkefni
 • Akureyrarbær
 • Fjarðabyggð
 • Húnaþing vestra
 • Dalvíkurbyggð
 • Vestmannaeyjabær
 • Brunavarnir Austurlands (þá sex sveitarfélög) – menntaskólinn og hjúkrunarheimili bættust við
 • Sveitarfélagið Skagafjörður
 • Brunavarnir Árnessýslu – grunnskólar (átta sveitarfélög)
 • Ísafjarðarbær
 • Sveitarfélagið Hornafjörður
 • Grundarfjarðarbær
 • Borgarbyggð
 • Síldarvinnslan, Neskaupstað
 • Dögun rækjuvinnsla, Sauðárkróki
 • FISK Seafood, Sauðárkróki og víðar
 • Soffanías Cecilsson, Grundarfirði
 • Gæðabakstur, Reykjavík og Akureyri
 • Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
 • Hafnareyri, Vestmannaeyjum
 • Skinney-Þinganes, Höfn í Hornafirði
 • Vélsmiðjan Foss, Höfn í Hornafirði
 • Langanesbyggð
 • Hraðfrystihúsið Gunnvör
 • Kaupfélag Skagfirðinga