tæki teppi 6 skynjarar 1 hita og

Félagsmenn í Bændasamtökunum fá eldvarnabúnað á sérkjörum

Eldvarnamiðstöðin býður félagsmönnum í Bændasamtökum Íslands nú að kaupa eldvarnabúnað með 20 prósenta afslætti og frírri heimsendingu. Tilboðið er sett fram vegna samstarfs Bændasamtakanna og Eldvarnabandalagsins um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Tilboð Eldvarnamiðstöðvarinnar gildir til og með 31. maí næstkomandi. Félagsmenn geta nálgast tilboðssíðu á oger.is samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Þar er að finna nánari upplýsingar um eldvarnir á heimilum og í landbúnaði og leiðbeiningar um hvaða eldvarnabúnaður hentar best eftir gerð og stærð húsnæðis og véla.

Tilboðið nær til margvíslegs búnaðar sem hentar félagmönnum jafnt á heimilum og í úti- og gripahúsum. Um er að ræða samtengda og staka reyk- og hitaskynjara, mismunandi gerðir slökkvitækja, eldvarnateppi, sinuklöppur og fleira.

Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hvetja félagsmenn í Bændasamtökunum til að notfæra sér tilboð Eldvarnamiðstöðvarinnar og nota þetta tækifæri til að búa heimili og útihús fullnægjandi eldvarnabúnaði.

Skildu eftir svar