Áhugaverð erindi á ársfundi Eldvarnabandalagsins 23. mars

Ársfundur Eldvarnabandalagsins verður haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 23. mars kl. 11-14 og er hann opinn öllum áhugasömum í streymi. Mörg áhugaverð erindi um eldvarnir og verkefni Eldvarnabandalagsins verða haldin á fundinum en dagskrá hans er sem hér segir:

11.00 Setning: Anna Sigurðardóttir, formaður stjórnar Eldvarnabandalagsins

11.05 Ávarp: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga

11.15 Grétar Þór Þorsteinsson, sérfræðingur á brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Brunar og tjón – tölfræði ársins 2022

11.35 Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg: Starf slysavarnadeildanna að eldvörnum heimilanna

11.55 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar: Vitundarvakning um eldvarnir í Grundarfirði

12.15 Hádegishlé

13.00 Stefanía Inga Sigurðardóttir, gæða og öryggisstjóri hjá FISK Seafood: Mikilvægi eigin eldvarnaeftirlits í sjávarútvegi

13.20 Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Brunavarnir heimilanna, hvað getum við gert betur?

13.35 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands: Efling eldvarna í landbúnaði

13.55 Önnur mál

14.00 Fundarlok

Fundarstjóri: Friðrik Bragason, forstöðumaður innan stofnstýringar hjá Verði

Skildu eftir svar