Eldvarnir eru dauðans alvara Sumir eru svo lánsamir í lífinu að það kviknar aldrei í hjá þeim. Aðrir lenda í miklum áföllum vegna eldsvoða. Glata eigum sínum og týna jafnvel lífinu eða missa ástvini. Vandinn er að eldsvoðar gera sjaldnast boð á undan sér og enginn veit fyrirfram í hvorum hópnum hann lendir. Með traustum eldvörnum má koma í veg fyrir tjón á lífi, heilsu og eignum. Reykskynjarar eru algjört forgangsatriði. Þeir bjarga mannslífum þegar mest á reynir. Ef ekki eru nægilega margir reykskynjarar heima hjá þér skaltu bæta úr því strax. Það þolir enga bið! Eldvarnabandalagið hefur gefið út ítarlegt fræðsluefni um eldvarnir heimilisins. Við hvetjum þig til þess að kynna þér það vel. Þú getur nálgast efnið hér að neðan:
Eldvarnir – handbók heimilisins
created with