Myndband um eldhættu í landbúnaði
Myndband um gróðurelda.
Því miður verða stundum alvarlegir eldsvoðar í landbúnaði. Rafmagnsbilanir, röng notkun eða uppsetning rafbúnaðar leiðir oft til eldhættu og eru ein algengasta orsök eldsvoða í landbúnaði. Allur rafbúnaður skal vera viðurkenndur og alltaf skal leita aðstoðar fagfólks við uppsetningu á rafmagni eða við breytingar á rafmagni í útihúsum. Góð jarðtenging og bilunarstraumsrofi (lekaliði) geta skipt sköpum. Fáið ráðgjöf fagmanns um hvaða lekaliði hentar aðstæðum. Nokkur dæmi eru um að eldur komi upp í dráttarvélum þegar þær standa inni við og eru ekki í gangi. Svokallaður höfuðrofi minnkar líkur á sjálfsíkveikju í vélknúnum tækjum. Sláið honum út þegar tækið er ekki í notkun.Þannig er straumrás frá rafgeymi rofin. Gætið að því að hafa ekki eldsmat nærri vinnuvélum í geymslu. Aðgát við logavinnu Við logavinnu eða vinnu sem veldur neistaflugi er nauðsynlegt að tryggja sem öruggast umhverfi. Fjarlægið brennanleg og eldfim efni, breiðið yfir þau eða bleytið. Viðeigandi slökkvibúnaður á alltaf að vera innan seilingar þegar unnin er logavinna. Fræðast má hér á síðunni um æskilegt verklag við logavinnu.
Logavinna