SAMSTARFSAÐILAR ELDVARNABANDALAGSINS UM EIGIÐ ELDVARNAEFTIRLIT

Í samningum um samstarf við Eldvarnabandalagið um innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst eftirfarandi:
Að innleiða mánaðarlegt og árlegt eldvarnaeftirlit samkvæmt gátlistum og öðrum gögnum Eldvarnabandalagsins.
Að útnefna og þjálfa eldvarnafulltrúa samkvæmt gögnum Eldvarnabandalagsins.
Að veita starfsfólki fræðslu um eldvarnir á heimilum og vinnustað samkvæmt gögnum Eldvarnabandalagsins.
Að setja sér eldvarnastefnu að fyrirmynd Eldvarnabandalagsins.
Að innleiða verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um logavinnu.
Eldvarnabandalagið lætur allt fræðsluefni og önnur tilskilin gögn í té án endurgjalds.
Slökkvilið hafa annast fræðslu fyrir eldvarnafulltrúa og starfsfólk án endurgjalds og verið innan handar við innleiðingu.
Að tólf mánuðum liðnum gera aðilar sameiginlega greinargerð og árangursmat.

Eftirfarandi aðilar hafa gert slíka samninga frá árinu 2015:
Akraneskaupstaður – þróunarverkefni
Akureyrarbær
Fjarðabyggð
Húnaþing vestra
Dalvíkurbyggð
Vestmannaeyjabær
Brunavarnir Austurlands (þá sex sveitarfélög) – menntaskólinn og hjúkrunarheimili bættust við
Sveitarfélagið Skagafjörður
Brunavarnir Árnessýslu – grunnskólar (átta sveitarfélög)
Ísafjarðarbær
Sveitarfélagið Hornafjörður
Grundarfjarðarbær
Borgarbyggð
Síldarvinnslan, Neskaupstað
Dögun rækjuvinnsla, Sauðárkróki
FISK Seafood, Sauðárkróki og víðar
Soffanías Cecilsson, Grundarfirði
Gæðabakstur, Reykjavík og Akureyri
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
Hafnareyri, Vestmannaeyjum
Skinney-Þinganes, Höfn í Hornafirði
Vélsmiðjan Foss, Höfn í Hornafirði
Langanesbyggð
Hraðfrystihúsið Gunnvör
Kaupfélag Skagfirðinga