Samstarf slökkviliða og tryggingafélaga

Samstarf slökkviliða og tryggingafélaga um eigið eldvarnaeftirlit

Slökkviliðin og tryggingafélögin í landinu hafa tekið höndum saman um að aðstoða og hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka upp eigið eldvarnaeftirlit með heimsóknum og afhendingu fræðsluefnis. Í því sambandi fær starfsfólk jafnframt fræðslu um eldvarnir vinnustaðarins og heimilisins.

Samstarfið miðast við starfssvæði slökkvliða. Eldvarnabandalagið hefur útbúið ítarlega verkefnislýsingu sem aðilar geta stuðst við. Ennfremur er gert ráð fyrir að slökkvilið, fyrirtæki/stofnun og viðkomandi tryggingafélag undirriti sameiginlega yfirlýsingu um samstarf á þessu sviði.