Handbók um eldvarnir heimilisins á ensku og pólsku

Eldvarnabandalagið hefur látið þýða handbók um eldvarnir á ensku og pólsku og gefið út hér á vefnum. Í handbókinni er fjallað ítarlega um eldvarnir heimilisins, eldvarnabúnað og helstu eldhættur á heimilinu. Óhætt er að fullyrða að svo ítarlegar upplýsingar um eldvarnir hafi ekki áður birst á ensku og pólsku hér á landi.

Handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins kom fyrst út 2010 og hefur síðan verið dreift í tugum þúsunda eintaka. Henni er dreift árlega inn á um 5.500 heimili í gegnum Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, heilsugæslan dreifir henni til nýbakaðra foreldra og nokkur þúsund starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið hana afhenta á síðustu árum í tengslum við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits í samvinnu við Eldvarnabandalagið, svo eitthvað sé nefnt.

Enska og pólska útgáfan verða fyrst í stað aðeins aðgengilegar á vefnum. Þær má nálgast hér.

Skildu eftir svar