Fræðsluefni um forvarnir og fyrstu viðbrögð vegna gróðurelda

Gefið hefur verið út fræðsluefni um forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Efnið er einkum ætlað skógarbændum og sumarhúsaeigendum. Stýrihópur um forvarnaaðgerðir gegn gróðureldum gefur bæklinginn út. Hópurinn hefur starfað undanfarin ár en að honum standa Mannvirkjastofnun, FSÍ, Verkís, Skógræktarfélag Íslands, Landssamtök skógareigenda, Landssamband sumarhúsaeigenda og Brunavarnir Árnessýslu.

Hópurinn stóð einnig að gerð heimasíðu um gróðurelda, www.grodureldar.is. Í fræðsluefninu er meðal annars fjallað um fyrstu viðbrögð við gróðureldum, flóttaáætlun, leiðir til að minnka eldsmat og útbreiðslu elds, skipulag skóga og útbúnað til eldvarna. Þá er sérstaklega fjallað um ráðstafanir sem sumarhúsaeigendur geta gripið til vegna gróðurelda.

Skildu eftir svar