Eldsvoðinn hjá Hringrás

Brunatjón var með mesta móti 2016

Tveir létust í eldsvoðum á Íslandi í fyrra en að meðaltali látast einn til tveir (1,7) í eldsvoðum hér á landi ár hvert. Þetta kom fram í erindi Guðmundar Gunnarssonar, fagstjóra eldvarna hjá Mannvirkjastofnun, á ársfundi Eldvarnabandalagsins nýverið. Eignatjón samkvæmt upplýsingum tryggingafélaganna var einnig með mesta móti í fyrra eða tæplega þrír milljarðar króna. Nokkrir all stórir eldsvoðar urðu á árinu.

Fram kom í máli Guðmundar að algengast er fólk verði eldsvoðum að bráð í íbúðarhúsnæði um helgar eða frá fimmtudegi til sunnudags. Mun fleiri hafa látist í janúar en öðrum mánuðum. Helstu orsakir eldsvoða þar sem fólk hefur farist eru opinn eldur (reykingar, kerti), rafmagn, íkveikja og gas.

Bætt brunatjón tryggingafélaganna nam 2.917 milljónum króna í fyrra. Það er miklu meira en 2015 og yfir meðatali áranna 1981-2016 sem er ríflega tveir milljarðar króna. Hins vegar kom fram í erindi Guðmundar að bætt brunatjón sem hlutfall af virði fasteigna hefur farið minnkandi það sem af er öldinni.

Skildu eftir svar